7 Nóvember 2007 12:00
Tuttugu starfandi lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tóku þátt í bifhjólaæfingu sem haldin var sunnan Hafnarfjarðar í síðasta mánuði. Þar er ágætis braut til æfinga en þátttakendur, sem allir búa yfir töluverðri reynslu af akstri bifhjóla, voru látnir leysa ýmiss verkefni. Hlið og keilur voru settar á brautina og þá voru sérstakar hemlunaræfingar. Lögreglumennirnir voru mjög ánægðir með þetta framtak en stefnt að er því halda slíkar æfingar reglulega. Meðfylgjandi eru nokkar myndir sem voru teknar á umræddri æfingu.