14 Febrúar 2021 16:23
Tilkynning frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, lögreglustjóranum á Austurlandi og Veðurstofu Íslands:
Sérfræðingar á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands funduðu um miðjan dag um óvissustig vegna ofanflóðahættu á Austurlandi.
Veðurspá á svæðinu gerir ráð fyrir áframhaldandi úrkomu fram á nótt með rigningu í byggð sem nær líklega uppá fjallatoppa. Eins og staðan er núna er ekki talin þörf á frekari aðgerðum.
Vel er fylgst með aðstæðum á svæðinu og munu sérfræðingar á ofanflóðavakt funda aftur klukkan 18:00 þar sem staðan er endurmetin.