20 Ágúst 2019 10:26
Vegna skólabyrjunar þessa dagana má búast við stóraukinni umferð í bítið á morgnana og síðdegis og eru ökumenn hvattir til að gera ráð fyrir þessu í tímaáætlunum sínum. Lögregla mun á sama tíma auka sýnilegt eftirlit á stofnæðum höfuðborgarsvæðisins, en einnig í íbúðahverfum í nágrenni við grunnskóla. Ökumenn eru minntir á að aka varlega, ekki síst í námunda við skóla enda margir þar á ferli, m.a. nýir vegfarendur sem eru að hefja skólagöngu.
Skólastarf í flestum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu hefst með formlegum hætti á fimmtudag, en skólastarf í framhaldsskólum og háskólum er þegar hafið.