2 Desember 2005 12:00
Eftirlit með ölvunarakstri sl. nótt
Nú þegar desembermánuður gengur í garð mun lögreglan í Reykjavík, eins og undanfarin ár, leggja aukna áherslu á eftirliti með ölvunarakstri. Reynsla undanfarinna ára hefur verið sú að í desember virðast fleiri ökumenn freistist til að aka undir áhrifum áfengis og ætlar lögreglan í Reykjavík því að auka eftirlit með ökumönnum. Ökumenn mega búast við að verða stöðvaðir á öllum tíma sólarhringsins eins og til dæmis s.l. sólahring þá voru rúmlega 70 ökumenn stöðvaðir, þeir látnir blása og kannað með ástand þeirra. Einn þessara ökumanna reyndist ölvaður og einhverjir voru með útrunnin ökuréttindi. Frá lögreglunni í Reykjavík eru skýr skilaboð um það að neysla áfengis og akstur ökutækja fer aldrei saman. Ökumenn eru beðnir að hafa þetta í huga og þeim óskað góðs gengis í umferðinni.
Eftirlit með ölvunarakstri sl. nótt