6 Apríl 2010 12:00
Átján ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um páskana. Tólf voru stöðvaðir í Reykjavík, þrír í Kópavogi, tveir í Hafnarfirði og einn í Garðarbæ. Fjórir voru teknir á föstudaginn langa, sex á laugardag, fjórir á páskadag, tveir á annan í páskum og tveir aðfaranótt þriðjudags. Þetta voru sautján karlar á aldrinum 17-77 ára og ein kona, 22 ára. Fimm þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi.