21 Desember 2024 11:42

Út er komin ársskýrsla lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir árið 2023, en í henni er farið yfir helstu verkefni embættisins. Af nógu var að taka enda síðasta ár mjög annasamt. Fjögur manndrápsmál voru til rannsóknar, auk nokkurra skotárása, svo fátt eitt sé nefnt. Heildarfjöldi allra mála sem var skráður hjá embættinu var um 70 þúsund. Þau voru af ýmsu tagi en töldust þó flest hefðbundin. Verkefni lögreglu og áherslur hennar hafa samt tekið breytingum í áranna rás, rétt eins og þjóðfélagið sjálft. Athygli er vakin á því allar ársskýrslur embættisins, 2007-2023, er að finna á lögregluvefnum.

Ársskýrsla Lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu 2023