31 Júlí 2012 12:00
Mál af öllu tagi komu til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu á síðasta ári, en þetta fimmta starfsár embættisins var mjög viðburðaríkt. Um þau má lesa í ársskýrslu lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu 2011 en í henni er farið yfir helstu málin sem voru til rannsóknar hjá embættinu. Í skýrslunni er að finna sitthvað fleira áhugavert en almennt má segja að nokkuð vel hafi gengið á flestum sviðum starfseminnar. Smellið hér til að lesa ársskýrsluna.
Þess skal getið að tölfræði embættisins fyrir árið 2011 verða gerð ítarleg skil í annarri skýrslu, Afbrot á höfuðborgarsvæðinu, sem kemur út síðar á árinu.