31 Desember 2024 12:50

Fjórtán áramótabrennur verða á höfuðborgarsvæðinu á gamlársdag/kvöld. Þær verða ýmist tendraðar kl. 20:30 eða 21:00, en brennan í Mosfellsbæ þó mun fyrr, eða kl. 16:30. Engar áramótabrennur verða í Hafnarfirði og Kópavogi.

Veðurútlitið er ágætt, en það verður kalt og því mikilvægt að klæða sig vel. Við brennu og í næsta nágrenni við hana er öll meðferð flugelda og annarra skotelda sem hætta stafar af vegna ferils þeirra eftir tendrun bönnuð. Þar er aðeins leyfilegt að nota stjörnuljós og blys, þó ekki skotblys.

Að síðustu vill Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hvetja öll til að nota þar til gerð hlífðargleraugu þegar flugeldar, bálkestir og brennur eru annars vegar.

Tíu áramótabrennur í Reykjavík.

  • Við Ægisíðu, lítil brenna, klukkan 20:30.
  • Í Skerjafirði gegnt Skildinganesi 48-52, lítil brenna, klukkan 21:00.
  • Við Suðurhlíðar, neðan við Fossvogskirkjugarð, lítil brenna, kl. 20:30.
  • Laugardalur, fyrir neðan Laugarásveg 18, lítil brenna, klukkan 20:30.
  • Geirsnef, á norðanverðu Geirsnefi, stór brenna, klukkan 20:30.
  • Við Stekkjarbakka, lítil brenna, klukkan 20:30.
  • Við Rauðavatn að norðanverðu, lítil brenna, klukkan 20:30.
  • Gufunes við Gufunesbæ, stór brenna, klukkan 20:30.
  • Við Kléberg á Kjalarnesi, lítil brenna, klukkan 20:30.
  • Úlfarsfell á athafnasvæði Fisfélagsins ofan við Lambhagaveg, lítil brenna klukkan 20:30.

Áramótabrenna á Álftanesi.

  • Á bökkum við Gesthús, lítil brenna, klukkan 20:30.

Áramótabrenna í Garðabæ.

  • Sjávargrund, lítil brenna, klukkan 21:00.

Áramótabrenna í Mosfellsbæ.

  • Neðan Holtahverfis við Leirvog , lítil brenna, klukkan 16:30.

Áramótabrenna á Seltjarnarnesi.

  • Á Valhúsahæð, lítil brenna, klukkan 21:00.