8 Maí 2020 15:42
Karlmaður á fimmtugsaldri var fyrr í vikunni í Héraðsdómi Reykjaness úrskurðaður í tveggja vikna farbann, eða til 19. maí, að kröfu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í þágu rannsóknar hennar á mjög alvarlegri líkamsárás í Kópavogi í síðasta mánuði. Áður hafði maðurinn setið í gæsluvarðhaldi í á aðra viku á grundvelli rannsóknarhagsmuna.
Rannsókn málsins miðar vel.