25 Nóvember 2024 16:15

Samantekt gagnavísindadeildar ríkislögreglustjóra um fjölda látinna kvenna og stúlkna vegna manndrápa á Íslandi árin 1999 til 2023 sýnir að 21 kona hefur látist vegna manndráps á tímabilinu, þar af tvær stúlkur undir 15 ára aldri. Yfir sama tímabil hafa 33 karlar látist vegna manndrápa.

Tölurnar voru teknar saman fyrir 16 daga átak UN Women gegn kynbundnu ofbeldi sem hefst í dag, á alþjóðlegum baráttudegi Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi, og lýkur 10. desember, á alþjóðlega mannréttindadeginum.

Mynd 1. Fjöldi mála þar sem látnar konur/stúlkur vegna manndrápa árin 1999-2023*.

*Tölur fyrir árið 2023 eru bráðabirgðatölur. Árið 2020 voru í einu og sama máli 2 konur sem létust, nánar tiltekið í brunanum á Bræðraborgarstíg, á myndinni talið sem eitt mál, þó tvær konur hefðu látist í því máli.

Mynd 2. Fjöldi látinna kvenna/stúlkna vegna manndrápa árin 1999-2023.

Þegar litið er til allra manndrápsmála yfir tímabilið burtséð frá kyni þolenda er gerendur í um 57 prósent tilvika  kunningjar eða vinir þolanda. Í um fimmtungi tilvika voru það makar eða fyrrverandi makar, í 12 prósent tilvika tengdur fjölskyldböndum og í 12 prósent  ókunnugur . Þegar horft er til manndrápsmála þar sem þolendur eru konur voru gerendur í flestum tilvikum maki eða fyrrverandi maki, eða í 40 prósent tilvika. Í 35 prósent tilvika voru gerendur kunningjar eða vinir. Í 15 prósent tilvika voru fjölskyldutengsl og ókunnugir í 10 prósent tilvika.

Látnar konur/stúlkur í manndrápum,          Öll manndráp, tengsl við gerenda:
tengsl við gerenda:

   
*Með „kunningjar/vinir“ er átt við að aðilar þekktust að einhverju leyti. Með „ókunnugum“ er átt við að aðilar höfðu þekkst í innan við 24 klst.

Þegar litið er til allra manndrápa var algengast að hnífi eða eggvopni hefði verið beitt eða í 39 prósent tilvika. Næst algengast var kyrking, henging eða köfnun, eða í 25 prósent tilvika. Þar á eftir komu högg eða spörk, í 16 prósent tilvika. Í málum þar sem þolendur voru konur er kyrking, henging eða köfnun algengust, eða í 40 prósent tilvika, og í fjórðungi tilvika var hnífi eða eggvopni beitt. Í 10 prósent tilvika var það eldsvoði eða bruni og í 10 prósent tilvika skotáverki.

Látnar konur/stúlkur í manndrápum,        Öll manndráp, tegund ofbeldis:
tegund ofbeldis:

    

Embætti ríkislögreglustjóra og lögreglan á höfuðborgarsvæðinu halda utan um greiningu málanna á landsvísu.