10 Ágúst 2006 12:00
Frá því kl 20. í kvöld hafa lögreglumenn á Hvolsvelli stöðvað 6 ökumenn vegna hraðaksturs á Suðurlandsvegi. Sá sem hraðast ók, var mældur á 162 kmh/klst. Þetta var erlendur ferðamaður sem greiddi sekt á staðnum að upphæð kr. 45.000.-
Fimm aðrir ökumenn sem stöðvaðir voru, óku á bilinu milli 110 – 130 kmh/klst. Þrír þessara ökumanna sem stöðvaðir voru í kvöld voru erlendir ferðamenn.
Lögreglumenn á Hvolsvelli vilja hvetja alla ökumenn, íslenska sem erlenda til að virða hraðatakmörk og ítreka að slíkur hraði skapar bráða hættu fyrir aðra vegfarendur svo ekki sé talað um ökumennina sjálfa.