24 Júní 2008 12:00
Að undanförnu hefur mjög borið á því að fólk fái send SMS skilaboð um að GSM símanúmerið þeirra hafi unnið 945.000 GBP (bresk pund) og að vinningurinn sé tilbúinn til greiðslu. Í þessum tilvikum eru vinningshafar beðnir um að hafa samband við einhvern tiltekinn aðila og netfang hans gefið upp.
Hér er um að ræða enn eina aðferðina við að reyna að svíkja fé út úr fólki.
Ríkislögreglustjóri ráðleggur fólki að svara ekki þessum SMS skilaboðum.