22 Apríl 2022 15:02
Aðgerðir ganga samkvæmt áætlunum. Búið er að lyfta flugvélinni upp af botni Þingvallavatns og hangir nú neðan í Pramma. Þannig verður siglt með hana að landi, siglingin mun taka um 40 mínútur. Búið er að koma fyrir stórum krana í landi sem mun hífa vélina upp úr vatninu. Áður en það er gert er rafeindabúnaður og aðrir lausa munir fjarlægðir úr vélinni. Eftir að vélin er komin á land verður farið yfir hana. Hún rannsökuð af rannsóknarnefnd samgönguslysa og lögreglu áður en hún verður sett á bíl og flutt í flugskýli þar sem ýtarleg rannsókn mun fara fram.
Lögreglan mun setja inn fréttatilkynningu þegar aðgerðum á svæðinu lýkur.