30 Maí 2014 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur framkvæmt nokkrar húsleitir í Hafnarfirði undanfarið og lagt hald á þýfi og talsvert af kannabisefnum, auk amfetamíns. Á einum stað var jafnframt að finna mikið af lyfjum, en þau voru líka illa fengin. Þýfið samanstendur m.a. af tölvum, myndavélum og skartgripum, en árangur húsleitanna er m.a. sá að tekist hefur að upplýsa innbrot í Hafnarfirði. Í þessum málum hafa komið við sögu karlar á aldrinum 20-60 ára.