1 Apríl 2014 12:00
Kona á fimmtugsaldri var handtekin í íbúð við Hringbraut í Reykjavík í dag, eftir að tilkynning barst lögreglu á fimmta tímanum um aðila með skotvopn. Engum skotum var hleypt af, en við leit í íbúðinni fannst eftirlíking af haglabyssu. Lögreglan var með mikinn viðbúnað vegna málsins og lokaði af svæði í nágrenni íbúðarinnar. Sérsveit ríkislögreglustjóra var kölluð til og handtók hún konuna, sem hefur áður komið við sögu hjá lögreglu.