14 Janúar 2014 12:00
Eitt hundrað og þrjátíu ökumenn voru stöðvaðir í miðborginni á laugardagskvöld í sérstöku umferðareftirlit lögreglunnar. Þeir voru allir allsgáðir, en því miður átti það ekki við um alla ökumenn sem lögreglan stöðvaði á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Nítján voru nefnilega teknir fyrir ölvunar- og fíkniefnaakstur í umdæminu, líkt og lesa má um í annarri frétt frá lögreglunni.