2 Desember 2014 12:00
Subarubifreiðin sem stolið var á Selfossi um helgina og lýst hefur verið eftir fannst skammt neðan við Geysi í Haukadal í gærdag. Bifreiðin var mikið skemmd en henni mun hafa verið ekið á nokkur umferðarmerki á Laugarvatni. Grunur er um að henni hafi verið ekið á hliðstólpa á rimlahliði að Fellsenda við Kjósarskarðsveg. Þar var einnig brotist inn í sumarhús og rótað í hirslum. Hafi einhver orðið var við grænu Subarubifreiðina á leiðinni frá Þingvöllum um Laugarvatn að Geysi á tímabilinu frá kl. 19 síðastliðinn laugardag þar til á sunnudagskvöld þá vinsamlegast hafið samband við lögregluna á Selfossi í síma 480 1010.