12 Nóvember 2014 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er að fara af stað með reglubundið eftirlit með leyfaskyldri starfsemi. Kannað verður með leyfi þeirra staða sem hafa rekstur á grundvelli laga nr. 85/2007 um veitingastaði, gististaði og skemmtanahald. Lögreglan beinir því til þessara aðila að athuga hvort þeir hafi gilt rekstrarleyfi svo ekki þurfi að koma til skyndilokanna. Eigendur þessara fyrirtækja eru hvattir til að hafa leyfismál sín í lagi til að komast hjá rekstrartapi vegna skyndilokanna, sem lögreglu er heimilt að beita samkvæmt lögunum.