11 Júlí 2014 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að líkamsárás sem átti sér stað við Grímsbæ á Bústaðavegi í Reykjavík aðfaranótt sunnudagsins 6. júlí sl. á bilinu frá kl. 04-05, en þar var ráðist á karlmann á sextugsaldri. Sérstaklega er óskað eftir að ökumaður leigubíls, sem talinn er hafa átt þarna leið hjá, hafi samband við lögreglu. Eftir líkamsárásina var þolandinn fluttur af árásarmönnunum í bíl þeirra að Irish Pub við Reykjavíkurveg í Hafnarfirði og skilinn þar eftir.