8 Maí 2014 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar upplýsinga í tengslum við mál sem er til rannsóknar hjá embættinu. Á meðfylgjandi mynd, þótt óskýr sé, má greina lógó eða merki á fatnaði. Þeir sem telja sig þekkja lógóið og/eða vita hver klæðist flíkinni eru beðnir um að hafa samband við lögreglu. Upplýsingum má koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, eða í tölvupósti á netfangið einar.asbjornsson@lrh.is