8 Maí 2014 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á Geirsgötu í Reykjavík, á gatnamótum Geirsgötu og Tryggvagötu, í hádeginu í dag. Þar urðu tvær konur, sem voru á leið yfir gangbraut, fyrir hvítum Volkswagen pallbíl (Transporter Double Cap), en tilkynnt var um slysið kl. 12.10. Pallbílnum var ekið norður Tryggvagötu og beygt inn á Geirsgötu til vesturs þegar þetta gerðist. Konurnar voru fluttar á slysadeild til aðhlynningar. Upplýsingum um slysið má koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, eða í tölvupósti á netfangið thorir.geirsson@lrh.is