22 Janúar 2014 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið þrjú, ný bifhjól til afnota og hefur umferðardeild embættisins nú yfir tólf bifhjólum að ráða. Nýju hjólin eru af gerðinni Yamaha FJR-1300, en þau má einmitt sjá á myndinni hér að neðan. Bifhjólin eru mjög vel útbúin og munu koma að góðum notum við að halda úti umferðareftirliti í umdæminu.