23 Desember 2013 12:00
Vísað er til fyrri tilkynningar frá almannavarnanefnd Ísafjarðarbæjar og Súðavíkurhrepps um óhagstæða veðurspá fyrir norðanverða Vestfirði. Fylgst er náið með aðstæðum og veðurspá og er fundað reglulega með sérfræðingum Veðurstofu Íslands og Snjóflóðasetrinu á Ísafirði. Leiðin milli Ísafjarðar og Súðavíkur er opin en ef veðurspá gengur eftir má búast við að veginum verði lokað í kvöld. Nánari frétta er að vænta kl.17:00 í dag.
Vegfarendum er bent á að fylgjast vel með tilkynningum frá almannavörnum, Veðurstofu Íslands, lögreglu og Vegagerðinni.
Varðandi veðurhorfur er bent á vef Veðurstofunnar, http://www.vedur.is/
Upplýsingasími Vegagerðarinnar er 1777 og vefslóðin er http://www.vegagerdin.is/ferdaupplysingar/faerd-og-vedur/vestfirdir/vestfj1.html
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra heldur úti facebooksíðu og þar birtast tilkynningar frá almannavörnum og lögreglu. Þá er lögreglan á Vestfjörðum með heimasíðuna /news.asp?cat_id=58