28 Nóvember 2013 12:00
Frá árinu 2010 til 2013 hefur farsímaþjófnuðum fjölgað mjög mikið í miðborg Reykjavíkur, eða úr 88 þjófnuðum í 330. Margir þessara þjófnaða eiga sér stað á skemmtistöðum í miðborginni. Lögreglan hvetur því gesti veitingastaða til sérstakrar varkárni að þessu leyti, hafa handtöskur lokaðar og geyma ekki síma sína á borðum eða glámbekk þar sem óprúttnir aðilar geta nálgast þá.
Lögreglan hvetur einnig veitingamenn til að halda vöku sinni, gera viðeigandi ráðstafanir ef grunur vaknar um óvandaða aðila á ferð og stuðla þannig að fækkun þessara þjófnaða.