22 September 2013 12:00
Nokkuð er um að fólk hlýti ekki fyrirmælum lögreglu, en slíkt getur dregið dilk á eftir sér. Spurningar vegna þessa berast lögreglu annað slagið, en hún vísar þá til lögreglulaga nr. 90/1996. Í 41. grein þeirra (Refsingar) segir orðrétt: Brot gegn 19. – 21. gr. varða fésektum nema þyngri refsing liggi við samkvæmt öðrum lögum. Í fyrirmælum ríkissaksóknara frá árinu 2009 segir ennfremur þetta: Brot gegn 19. gr. lögreglulaga, fyrirmælum lögreglu ekki hlýtt. Sekt ákvarðast eftir eðli og umfangi brota kr. 10.000 – 500.000.
Svo mörg voru þau orð, en vonandi varpar þetta einhverju ljósi á fésektir þegar lögreglulagabrot eru annars vegar.