30 September 2013 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu keppir til úrslita um Evrópsku nýsköpunarverðlaunin, sem verða afhent í Maastricht í Hollandi í lok nóvember. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var tilnefnd til verðlaunanna fyrir notkun sína á samfélagsmiðlum. Keppt er í þremur flokkum og eru fimm verkefni í hverjum, en alls voru 230 verkefni frá 26 ríkjum og stofnunum ESB tilnefnd.
Þess má geta að Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra keppir einnig til úrslita um Evrópsku nýsköpunarverðlaunin, en í öðrum flokki. Verkefni Samskiptamiðstöðvarinnar heitir SignWiki.
Evrópsku nýsköpunarverðlaunin