29 Ágúst 2013 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir vitnum að umferðaróhappi sem varð á bifreiðaplani við Ikea í Garðabæ um kl. 12 sunnudaginn 25. ágúst sl. Þá var lítilli fólksbifreið, svartri að lit, ekið á gangandi vegfaranda þannig að líkamstjón hlaust af. Ökumaður fólksbifreiðarinnar ók á brott af vettvangi.
Er ökumaður, og þeir vegfarendur sem kunna að hafa orðið vitni að óhappinu, beðnir um að hafa samband við lögreglu í síma 444 1000, senda okkur skilaboð gegnum fésbók LRH eða tölvupóst á netfangið abending@lrh.is