23 Maí 2013 12:00
Afbrotatölfræði lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu fyrir aprílmánuð 2013 hefur verið birt. Í skýrslunni eru teknar saman upplýsingar um þau tilteknu brot sem tilgreind eru í stefnu LRH og hafa verið tilkynnt til lögreglu. Fjallað er um þróunina það sem af er ári og á síðustu 13 mánuðum auk þess sem sjónum er beint að þróuninni á svæðum embættisins.
Tilkynnt var um 390 þjófnaði í apríl og hefur tilkynningum fjölgað jafnt og þétt frá byrjun árs. Þar af fjölgaði innbrotum og reiðhjólaþjófnuðum. Fjöldi reiðhjólaþjófnaða var svipaður á sama tíma í fyrra en þegar líður á sumarið má búast við að reiðhjólaþjófnuðum muni fjölga ört og því er sú vísa ekki of oft kveðin að eigendur reiðhjóla ættu að ganga tryggilega frá hjólum sínum og skrá hjá sér stellnúmer. Heildarfjöldi þjófnaða í apríl er þó minni en á sama tíma á síðasta ári. Tilkynningum um ofbeldisbrot fækkaði verulega á milli mánaða á flestum svæðum en þó einna mest í miðborginni þar sem fjöldinn var tvöfalt meiri í síðasta mánuði.
Tilkynnt var um 390 þjófnaði í apríl og hefur tilkynningum fjölgað jafnt og þétt frá byrjun árs. Þar af fjölgaði innbrotum og reiðhjólaþjófnuðum. Fjöldi reiðhjólaþjófnaða var svipaður á sama tíma í fyrra en þegar líður á sumarið má búast við að reiðhjólaþjófnuðum muni fjölga ört og því er sú vísa ekki of oft kveðin að eigendur reiðhjóla ættu að ganga tryggilega frá hjólum sínum og skrá hjá sér stellnúmer. Heildarfjöldi þjófnaða í apríl er þó minni en á sama tíma á síðasta ári. Tilkynningum um ofbeldisbrot fækkaði verulega á milli mánaða á flestum svæðum en þó einna mest í miðborginni þar sem fjöldinn var tvöfalt meiri í síðasta mánuði.
Skýrsluna má nálgast hér.