4 Apríl 2013 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að reiðhjóli sem var stolið úr húsi við Eiðismýri á Seltjarnarnesi, en málið var tilkynnt til lögreglu á skírdag. Um er að ræða blátt margra áratuga gamalt VEGA reiðhjól, sem sést á meðfylgjandi mynd, en það hefur ekki síst mikið tilfinningalegt gildi fyrir eigandann. Þeir sem geta veitt upplýsingar um hjólið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000.