5 Mars 2013 12:00
Í síðustu viku slösuðust sjö vegfarendur í jafn mörgum umferðaróhöppum á höfuðborgarsvæðinu. Í fjórum þessara slysa missti ökumaður stjórn á ökutæki sínu og hafnaði utan vegar vegna of hraðs og/eða ógætilegs aksturs og í einu tilviki missti ökumaður stjórn á bifhjóli sínu og datt. Sá er grunaður um ölvun við akstur sem og tveir af þremur ökumönnum er óku út af. Einn þeirra er grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna einnig. Þá áttu tvö slysin sér stað þannig að ökumaður ók í veg fyrir ökutæki á leið úr gagnstæðri átt, í eitt skiptið á gatnamótum og í hinu á beinum vegi.
Tímasetning, aðdragandi og líklegar orsakir slysanna sem áttu sér stað vikuna 25. febrúar til 3. mars:
Þriðjudaginn 26. feb. um klukkan 20 var bifreið ekið yfir á öfugan vegarhelming á Vesturlandsvegi við Árdal og framan á bifreið er kom úr gagnstæðri átt. Ökumaður annarrar bifreiðarinnar var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Líkleg orsök slyssins er ógætilegur akstur.
Þriðjudaginn 26. feb. um klukkan 23 var bifreið ekið til vinstri í veg fyrir aðvífandi bifreið úr gagnstæðri átt á gatnamótum Strandgötu og Hringbrautar við Suðurbraut. Báðar voru á grænu umferðarljósi. Farþegi í bifreiðinni sem ekið var í veg fyrir var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Líkleg orsök slyssins er ógætileg vinstri beygja á vegamótum.
Miðvikudaginn 27. feb. um klukkan 18 missti ökumaður stjórn á bifreið sinni á Reykjanesbraut við Rauðhellu, ók út af og á staur. Ökumaður var einn í bifreiðinni og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Orsök slyssins er rakin til ölvunar ökumanns og fíkniefnaneyslu.
Aðfaranótt föstudagsins 1. mars um klukkan 3 missti ökumaður stjórn á bifreið sinni á Vesturlandsvegi við Suðurlandsveg, ók út af og á staur. Ökumaður var einn í bifreiðinni og var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Orsök slyssins er rakin til ölvunar ökumanns.
Aðfaranótt laugardagsins 2. mars um klukkan 5 missti ökumaður stjórn á léttu bifhjóli í Hvalfjarðargöngum og féll í götuna. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Orsök slyssins er rakin til ölvunar ökumanns.
Laugardaginn 2. mars um klukkan 20 missti ökumaður stjórn á bifreið sinni á Krísuvíkurvegi og velti henni utan vegar. Hann var einn í bifreiðinni og fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Líkleg orsök slyssins er of hraður akstur miðað við aðstæður.
Sunnudaginn 3. mars um klukkan 8 missti ökumaður stjórn á bifreið sinni á Hvaleyrarvatnsvegi við Ásbraut og velti henni utan vegar. Hann var einn í bifreiðinni og fluttur á slysadeild til aðhlynningar. Líkleg orsök slyssins er of hraður akstur miðað við aðstæður.