21 Ágúst 2013 12:00
Það er ekki oft sem bankað er upp á hjá lögreglunni og starfsmönnum hennar færðar veitingar. Það gerðist þó á dögunum eftir að lögreglan hafði fengið snúið mál til rannsóknar, en hún fann bifreið sem hafði verið leitað að í nokkurn tíma. Þegar bíllinn fannst var bæði búið að setja á hann röng skráningarnúmer og nýtt vélarnúmer, en rannsókn lögreglu leiddi m.a. í ljós að vélarnúmerið tilheyrði öðru ökutæki. Ljóst er að sá sem þetta gerði lagði á sig töluverða vinnu til að villa um fyrir þeim sem leituðu bílsins. Bíllinn er í eigu Lýsingar hf., en það voru fulltrúar fyrirtækisins sem færðu lögreglunni köku eftir að hann kom í leitirnar. Kakan var að sjálfsögðu eftirlíking af bíl, líkt og sjá má hér að neðan.