19 Mars 2013 12:00
Eitt af því sem vill stundum gleymast þegar menn ráðast í framkvæmdir er að svokölluð framkvæmdaheimild sé fyrir hendi þar sem þess gerist þörf. Hún þarf t.d. að vera til staðar þegar verk hefur áhrif á umferð, líkt og sjá má á meðfylgjandi mynd, sem var tekin í miðborginni fyrr á árinu. Í þessu tilfelli sótti verktaki ekki um framkvæmdaheimild hjá borgaryfirvöldum og eins var merkingum við vinnusvæðið ábótavant. Lögreglan stöðvaði því framkvæmdir og var verktakanum jafnframt gert að fjarlægja vinnulyftuna af staðnum.