10 Desember 2012 12:00
Að venju hafði lögreglan afskipti af allmörgum ökumönnum um helgina. Sá elsti í þeim hópi er karl á tíræðisaldri, en lögreglan stöðvaði för hans í Reykjavík. Það var aksturslag mannsins sem vakti athygli lögreglu, en í framhaldinu var kallaður til læknir og mat hann það svo að hinn fullorðni ökumaður væri óhæfur til að stjórna ökutæki.