5 Október 2012 12:00
Tilefni lögregluaðgerða í fyrrakvöld gegn vélhjólagengi var rökstuddur grunur lögreglu um fyrirætlanir meðlima vélhjólagengisins um hefndaraðgerðir gegn einstaka lögreglumönnum og fjölskyldum þeirra.
Þrír sitja nú í gæsluvarðhaldi í þágu rannsóknarinnar, en í morgun hafnaði héraðsdómur kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir fjórða manninum. Sá úrskurður hefur verið kærður til Hæstaréttar.