3 Júlí 2012 12:00
Þrír karlar voru handteknir á sunnudag í aðgerðum lögreglunnar í tengslum við rannsókn hennar á umfangsmiklu smygli. Lagt var hald á áfengi, tóbak og mikið magn af töflum, en talið er að um steratöflur sé að ræða. Töflurnar eru um 10 þúsund talsins. Lögreglan tók einnig í sína vörslu 200 ambúlur og verulagt magn af sterum í vökvaformi. Þremenningarnir, sem allir eru skipverjar hjá Eimskipum, hafa játað aðild sína að málinu.
Tveir mannanna voru handteknir í Vestmannaeyjum, en þeir fóru þaðan á litlum fiskibáti og sóttu varninginn þegar honum varpað í sjóinn af skipverja á Brúarfossi. Skipið var þá á siglingu á milli lands og Vestmannaeyja, en lögreglumenn fylgdust með ferðum þess og sáu þegar fimm plastdúnkum, festum við flotholt, var varpað í sjóinn. Mennirnir á fiskibátnum sigldu með góssið til Vestmannaeyja og voru að bera það í land þegar lögreglan handtók þá, eins og að framan greinir. Áðurnefndur skipverji var svo handtekinn þegar Brúarfoss kom til Reykjavíkur á sunnudagskvöld.
Rannsókn málsins hófst fyrir nokkrum vikum, eða þegar lögreglan komst á snoðir um fyrirhugað smygl. Rannsóknin var unnin í samvinnu við lögregluna í Vestmannaeyjum og tollgæsluna.