5 Júlí 2012 12:00
Karl um þrítugt var tekinn fyrir ofsaakstur á Miklubraut í Reykjavík á fimmta tímanum síðdegis í gær. Sá ók bifhjóli á 191 km hraða austur Miklubraut, á milli Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar, en þarna er 60 km hámarkshraði. Maðurinn, sem hefur alloft áður gerst sekur um umferðarlagabrot, var sviptur ökuréttindum á staðnum.