27 Mars 2012 12:00
Nærri áttatíu ökumenn voru teknir fyrir hraðakstur víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu um helgina en í grófustu brotunum var ekið á 50-65 km hraða umfram leyfðan hámarkshraða. Tveir þessara ökumanna eru karl og kona á þrítugsaldri en þau voru bæði staðin að hraðakstri á Kringlumýrarbraut, hún ók á 145 km hraða en hann á 130. Konan hefur einu sinni áður verið tekin fyrir hraðakstur en maðurinn hefur ítrekað gerst sekur um hraðakstur. Sem fyrr minnir lögreglan ökumenn á að fara varlega en með því stuðla þeir að meira öryggi í umferðinni, bæði fyrir sjálfa sig og aðra vegfarendur.