3 Janúar 2012 12:00
Karl á þrítugsaldri var dreginn upp úr snjóskafli í Háaleitishverfinu um kvöldmatarleytið í gær. Honum varð ekki meint af en eftir björgunina var maðurinn, sem var í annarlegu ástandi, handtekinn! Hann hafði skömmu áður ekið fólksbifreið og var í raun á flótta undan lögreglunni og hafði gripið til þess ráðs að fela sig í snjóskafli. Þess má geta að maðurinn hafði þegar verið sviptur ökuleyfi.