11 Október 2011 12:00
Karl um þrítugt, sem stal sprengiefni úr tveimur rammgerðum gámum í síðustu viku, var á reynslulausn. Eftir yfirheyslu í gær var hann færður í Héraðsdóm Reykjavíkur sem úrskurðaði að maðurinn skildi hefja afplánun þegar í stað. Hann var því færður í fangelsi en um er að ræða eftirstöðvar um 300 daga refsingar. Maðurinn hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar.