19 Október 2011 12:00
Nokkur umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar í gær en í einu þeirra var ekið á beltagröfu, sem var kyrrstæð og mannlaus á Vesturlandsvegi. Ökumaðurinn, maður á miðjum aldri var fluttur á slysadeild en óhappið er rakið til þess að talsvert vatn var á veginum vegna framkvæmda sem þarna standa yfir. Umferð var stöðvuð tímabundið á meðan gerðar voru viðeigandi ráðstafanir til að tryggja öryggi vegfarenda. Bíllinn skemmdist mikið, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, og var fjarlægður af vettvangi með dráttarbíl.