4 Maí 2011 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu beinir þeim tilmælum til eigenda og umráðamanna ökutækja sem eru búin nagladekkjum að gera þar bragarbót á. Minnt er á að nú ber að greiða 5 þúsund krónur í sekt fyrir hvert nagladekk, og raunar sömuleiðis fyrir hvern óhæfan hjólbarða eins og það er orðað í reglugerð um sektir vegna brota á umferðarlögum, og því betra að taka þau undan hið fyrsta. Þeir sem ekki bregðast við eiga sekt yfir höfði sér því lögreglan mun fylgja málinu vel eftir frá og með mánudeginum 9. maí. Ökumenn, sem þess þurfa, eru því hvattir til að gera viðeigandi ráðstafanir.