23 Maí 2011 12:00
Ellefu ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Fjórir þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík, þrír í Hafnarfirði, tveir í Kópavogi og einn í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi. Einn var tekinn á föstudagskvöld, þrír á laugardag og sjö á sunnudag. Þetta voru níu karlar á aldrinum 19-64 ára og tvær konur um tvítugt. Tveir þessara ökumanna höfðu þegar verið sviptir ökuleyfi.
Þá tók lögreglan tvo ökumenn sem voru undir áhrifum fíkniefna en þeir voru báðir stöðvaðir á sunnudag. 19 ára piltur var tekinn fyrir þessir sakir í Hafnarfirði og 26 ára kona í Reykjavík.