28 Mars 2011 12:00
Karl á þrítugsaldri var handtekinn í miðborginni aðfaranótt laugardags en í fórum hans fundust fíkniefni, sem talið er að hafi verið ætluð til sölu. Lögreglan hafði jafnframt afskipti af allnokkrum mönnum í miðborginni um helgina sem allir eru grunaðir um fíkniefnamisferli. Við þessar aðgerðir var lagt hald á hass, marijúana, amfetamín og kókaín.
Fyrrnefndar aðgerðir eru liður í að hamla gegn sölu og dreifingu fíkniefna en sem fyrr minnir lögreglan á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.