17 Janúar 2011 12:00
Tveir karlar hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 21. janúar að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Mennirnir, annar á þrítugsaldri en hinn innan við tvítugt, voru handteknir eftir innbrot í heimahús í Mosfellsbæ um helgina. Í bíl þeirra fannst nokkuð af munum en fullvíst er talið að um þýfi sé að ræða.