13 Desember 2010 12:00
Um helgina voru tíu ökumenn teknir á höfuðborgarsvæðinu fyrir að aka undir áhrifum fíkniefna. Sjö þeirra voru stöðvaðir í Reykjavík, tveir í Kópavogi og einn í Hafnarfirði. Tveir voru teknir á föstudagskvöld, fjórir á laugardag, þrír á sunnudag og einn aðfaranótt mánudags. Þetta voru átta karlar á aldrinum 18-33 ára og tvær konur, 20 og 33 ára. Sú yngri kom tvisvar við sögu hjá lögreglunni um helgina vegna fíkniefnaaksturs, fyrst aðfaranótt laugardags en þá var hún farþegi í bíl sem ekið var af karl á fertugsaldri en sá var líka undir áhrifum fíkniefna. Í seinna skiptið, aðfaranótt sunnudags, var hún sjálf við stýrið og sem fyrr í miður góðu ástandi. Ekki var aksturinn hjá eldri konunni neitt skárri en henni var veitt eftirför um stóran hluta austurborgarinnar áður en yfir lauk. Engan sakaði en konan setti bæði sjálfa sig og aðra vegfarendur í stórhættu með gáleysislegum akstri.