31 Desember 2010 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur að undanförnu upplýst á annan tug innbrota í fyrirtæki í Hafnarfirði. Tveir aðilar um þrítugt hafa verið handteknir og játað á sig verknaðinn. Í rannsókn er hvort fleiri tengjast þessum málum. Talsvert af þeim munum sem stolið var hefur lögreglan þegar lagt hald á og mun koma til réttmætra eigenda á næstu dögum. Enn stendur yfir rannsókn á innbrotum sem hafa átt sér stað inn á heimili í Hafnarfirði og Garðabæ á síðustu vikum.
Lögreglan ítrekar að fólk tilkynni um grunsamlegar mannaferðir og að það skrifi líka hjá sér, t.d. bílnúmer eða jafnvel lýsingar á fólki, ef eitthvað óvenjulegt á sér stað í nánasta umhverfi þess. Upplýsingar af þessu tagi geta reynst lögreglu mjög gagnlegar en þeim má koma á framfæri í síma 444-1000 eða með því að senda tölvupóst á netfangið abending@lrh.is