17 Desember 2024 17:41

Lögreglan minnir á að sekt fyrir að aka gegn rauðu ljósi er 50 þúsund krónur. Upphæðin er þó smáaurar í samanburði við tjónið sem getur orðið þegar árekstur verður af þeim sökum. Slys á fólki er svo annað og miklu verra sem getur hlotist af þegar um slíkt gáleysi er að ræða.

Þetta er nefnt hér vegna þeirrar fífldirfsku alltof margra ökumanna sem leyfa sér þá ósvífni að aka gegn rauðu ljósi í umferðinni. Sú ákvörðun er ávallt glórulaus og skapar mikla, óþarfa hættu, en því miður er þetta algeng sjón í umferðinni.

Sýnum öðrum vegfarendum virðingu og ökum EKKI gegn rauðu ljósi.