1 Október 2010 12:00
Rannsókn manndrápsmálsins í Hafnarfirði miðar vel. Bráðabirgðaniðurstöður lífsýna, sem voru sendar til Svíþjóðar til rannsóknar, eru teknar að berast. Ekki er þó hægt að greina frá niðurstöðum einstakra sýna að svo stöddu. Dómkvaddur sérfræðingur annast geðrannsókn á sakborningi svo unnt sé að meta geðrænt sakhæfi hans. Yfirheyrslum yfir sakborningi, íslenskum karlmanni á þrítugsaldri, hefur verið framhaldið. Jafnframt hefur verið unnið að frekari gagnaöflun og úrvinnslu. Maðurinn, sem setið hefur í gæsluvarðhaldi frá 27. ágúst sl., hefur játað sök líkt og fram hefur komið en aðrir eru ekki grunaðir um aðild. Málið telst því upplýst í meginatriðum.
Málið verður sent ríkissaksóknara til afgreiðslu þegar formlegar og endanlegur niðurstöður krufningar, lífsýna og geðrannsóknar liggja fyrir.