Frá vettvangi á Suðurlandsvegi.
21 Október 2024 15:25

Í síðustu viku slösuðust sex vegfarendur í sex umferðarslysum á höfuðborgarsvæðinu. Tímasetningar, aðdragandi og orsakir slysanna sem urðu vikuna 13. – 19.  október, en alls var tilkynnt um 30 umferðaróhöpp í umdæminu.

Mánudaginn 14. október kl. 12.33 missti ökumaður stjórn á bifreið sinni þegar hann ók vestur Suðurlandsveg, við Bláfjallaafleggjara. Við fór hún utan vegar, hafnaði á vegriði og kastaðist síðan aftur inn á veginn. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild.

Tvö umferðarslys voru tilkynnt þriðjudaginn 15. október. Kl. 8.59 féll ökumaður af rafmagnshlaupahjóli á Suðurgötu í Reykjavík, við Þjóðminjasafnið, þegar hjólið rann til á götunni. Ökumaðurinn, sem var ekki með öryggishjálm, var fluttur á slysadeild. Og kl. 10.34 varð árekstur rafmagnshlaupahjóls og reiðhjóls á göngustíg við Miklubraut/Skeiðarvog í Reykjavík, en þeim var ekið/hjólað úr gagnstæðri átt. Ökumaður rafmagnshlaupahjólsins, sem var ekki með öryggishjálm, var fluttur á slysadeild.

Fimmtudaginn 17. október kl. 16.45 var bifreið ekið inn á afrein frá Stekkjarbakka í Reykjavík, að Reykjanesbraut, og aftan að aðra bifreið sem hafði numið staðar við biðskyldu. Annar ökumannanna var fluttur á slysadeild.

Föstudaginn 18. október kl. 6.56 missti ökumaður stjórn á bifreið sinni þegar hann ók norður Reykjanesbraut í Kópavogi, við Smáralind, og hafnaði á vegriði. Ökumaðurinn, sem er talinn hafa fengið flogakast í akstri, var fluttur á slysadeild.

Laugardaginn 19. október kl. 19.24 var tilkynnt um að bifreið hefði ekið á reiðhjól á mótum Kambsvegar og Kleppsvegar í Reykjavík. Hjólreiðamaðurinn fór sjálfur á slysadeild, en þaðan var tilkynnt um slysið. Ökumaðurinn spurði um líðan hjólreiðamannsins á vettvangi, færði hjólið hans af götunni og ók síðan á brott, en málið er til rannsóknar hjá lögreglu.

Enn sem fyrr er ástæða til að vekja athygli á mikilvægi þess að allir vegfarendur fari ávallt varlega í umferðinni og virði gildandi umferðarlög.