28 Október 2024 18:02

Norðurlandaráðsþing stendur nú yfir í Reykjavík eins og vafalaust margir hafa tekið eftir. Viðbúnaður vegna þessa er mikill en um 300 lögreglumenn standa vaktina meðan á þinginu stendur. Allt hefur gengið samkvæmt áætlun það sem af er degi og vill lögreglan sérstaklega þakka almenningi fyrir tillitssemi, skilning og þolinmæði í umferðinni í dag. Eins og greint hafði verið frá mátti búast við töfum þegar farið var um höfuðborgarsvæðið í dag og það varð raunin. Tafirnar voru þó ekki meiri en búist var við. Norðurlandaráðsþingið heldur svo áfram á morgun og þá er líka viðbúið að tafir geti orðið í umferðinni, en þær ættu þó að verða í mun minna mæli en var í dag.